blog*spot
Fátt smátt gerir lítið eitt eða ekki neitt

SAUMAKLÚBBURINN SEM GERIR FLEST ANNAÐ SAMAN EN AÐ SAUMA...eða þannig sko !

Betra er að ganga fram 
af fólki en björgum.
(hvað eigum við að hafa hér? )
   
(hvað eigum við að hafa hér? )
UM OKKUR
sunnudagur, janúar 25, 2004
Hæ hæ!
Takk kærlega fyrir síðast, þær sem komu í afmælið hjá Katrínu Ósk. Takk Katrín fyrir frábæra veislu! Þú verður endilega að setja uppskriftina af bollunni inn á uppskriftarsíðuna.
Ég datt í það í fyrsta skipti í síðan í júlí 2002 og það var vægast sagt geggjað gaman allan tímann. Maður dansaði og söng út í eitt. Bollan fór vel í mig og ég var ekkert þunn í dag vegna þess að ég fór að ráðum Írisar áður en ég fór að sofa; Drekka mikið af vatni og c-vítamíni...það svínvirkar!

Kveðja,
Olga Björt.

Jónur  6:35 e.h. --


miðvikudagur, janúar 21, 2004
hæ hæ

þar sem Heiða fær alltaf að ráða..........
mun saumó verða í næstu viku fimmtudaginn 29. janúar

p.s. vegna óska úr ýmsum áttum er beðið um að þetta verði
barnlaust saumaklúbbskvöld

sjáums hressar
Rakel
s. 695-0507 / 553-0434
Safamýri 57
mæting kl. 8:30
Jónur  3:43 e.h. --


sunnudagur, janúar 11, 2004
Jæja skvísur það mætti halda að ég væri eitthvað hrifin af sjálfri mér endalaust að setja inn myndir af sjálfri mér hehehehe en þetta er svo góður staður til að aulýsa þ.e. netið þannig að ég nota það bara til hins ýtrasta :) En þetta er nú líka svona smá fyrir ykkur ég sendi þetta að vísu líka á meili :)kv. Katrín
Jónur  2:09 e.h. --


þriðjudagur, janúar 06, 2004
Hæ hæ skutlur :)

Ég vil nú byrja á því að óska ykkur gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs líka :) Ég "ljóskan" gleymdi að senda jólakortin en keyrði nokkur út síðasta laugardag en Ellen, Allý, Rakel og Ingibjörg ég held að ykkar kort séu ennþá á borðinu heima hjá m&p þannig að ég set bara hingað inn kortið eins og það leit út :) svo fáið þið kannski síðbúin jólakort í pósti á næstu dögum heheheh betra er seint en aldrei eins og stendur aftan á umslögunum
Jónur  10:36 e.h. --


mánudagur, janúar 05, 2004

Hæ stelpur og gleðilegt ár!
Mér skilst á Katrínu að hún komi aftur á klakann 20. jan. Eigum við ekki að reyna að halda saumó áður en hún fer út aftur? Hver á að halda næsta saumó?
Kveðja Olga Bé
Jónur  4:37 e.h. --


Höfum þetta lifandi !
Hvað viltu vita ?
SKILABOÐASKJÓÐAN
  • Nafnið á klúbbnum?
  • Hvernig við kynntumst?
  • Hvað við gerum í klúbbnum?
  • Hvort við séum skrýtnar eða skemmtilegar ?
  • Ráðsettar eða ráðagóðar?
  • Fyndnar eða frábærar?
  • EÐA...skiptir það máli?
ok...fyrst þú endilega vilt...svörin eru hér:

Uppáhaldsskrásetjarnir okkar

Powered by TagBoard Message Board
Nafn

heimasíða eða e-mail

Skrifaðu(broskallar)

GESTABÓK
© KATRÍN GÍSLADÓTTIR